Skátastarfið í Segli

Ævintýrið hófst árið 1907 í Englandi. Maður að nafni Baden Powell safnaði saman hópi drengja í fyrstu skátaútileguna á eynni Brownsea. Drengjunum var skipt í hópa sem Powell kallaði skátaflokka. Verkefni skátanna snerust um að bjarga sér við frumstæðar aðstæður. Þeir gistu undir tjaldhimni í stað tjalds og þeir þurftu að læra að kveikja eld og elda allan mat sjálfir. Nærri hundrað árum síðar starfa skátar um allan heim, bæði strákar og stelpur í hópi félaga og vina.

Skátar stunda útilíf, vinna að margvíslegum viðfangsefnum og taka þátt í alþjóðlegu skátastarfi. Krakkar þurfa að læra að bjarga sér án fullorðinna. Þannig er skátastarfið - þú lærir að vera viðbúinn og það er ævintýri líkast! Hvað gera skátar Skátar hittast almennt vikulega á fundum og vinna í hópastarfi að margþættum verkefnum, taka þátt í útilífi og alþjóðlegu skátastarfi. Hvort sem það er gönguferð, varðeldur, næturleikur, hellaferð, ging gang gulli gulli, hnútakennsla, tjaldútilega, skátavígsla eða kakó og kex þá er það ómissandi þáttur af skátastarfinu.

Drekaskátar (8-9 ára)
Fundartímar: Mánudagar kl. 17:15-18:30 
Sveitarforingi: Aníta Rut Gunnarsdóttir

Fálkaskátar (10-12 ára)
Fundartímar: Þriðjudaga kl. 17:30-19:00
Sveitarforingi: Agnes Lóa Gunnarsdóttir

Dróttskátar (13-15 ára)
Fundartímar: Miðvikudagar kl. 19:30-21:00
Sveitarforingjar: Christa Hörpudóttir
Staðsetning: Skátaheimili Hafarna, Hraunbergi 12 

Félagsgjöld
Félagsgjöldin þetta árið eru 13.500 kr. fyrir jól og 13.500 kr. eftir jól en ef greitt er fyrir báðar annir í einu fyrir jól er það 24.000 kr. Einnig er 10% systkinaafsláttur af eldra barni. Hægt er að prófa 2 fundi án greiðslu í september en eftir það þarf skráningu að vera lokið og gengið frá greiðslum fyrir lok september. Við viljum benda foreldrum á að skátar eru ekki tryggðir í skátastarfi en í flestum tilvikum er frístundatrygging innifalin í heimilistryggingum.

Útivera
Skátalíf er útilíf. Eins og þeir sem hafa verið hjá okkur áður vita þá fer skátastarfið að miklu leyti fram úti því viljum við benda skátunum á að koma ávallt klædd til útiveru.

Skráning

Facebook